Sjóvá – Almennar tryggingar hf. og Landsbankinn hf. hafa endurnýjað og gert breytingar á samningi um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins, sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland.
Samningurinn kveður á um að sem viðskiptavaki mun Landsbankinn setja í eigin reikning, daglega fram í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland kaup- og sölutilboð í hlutabréf SJOVA áður en markaður er opnaður, að lágmarki ISK 12.000.000 að markaðsvirði. Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 15 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu. Hámarksmagn sem viðskiptavaki er skuldbundinn til að kaupa eða selja á hverjum degi er ISK 24.000.000 að nettó markaðsvirði sem reiknast sem mismunur á þeim kaup- og sölutilboðum viðskiptavakans sem gengið er að. Sé hámarksmagni dagsins náð, fellur niður skylda viðskiptavakans til að setja fram tilboð á þeirri hlið sem fyllt hefur verið, þar til gengið hefur verið á tilboð viðskiptavakans á mótlægri hlið og nettó viðskiptamagn er aftur komið undir daglegt hámark.
Magnvegið hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða viðskiptavakans ákvarðast af 10 daga flökti verðs hlutabréfa Sjóvár eins og það mælist á hverjum tíma og birt er í upplýsingakerfi Bloomberg. Í þeim tilvikum sem reiknað flökt uppfærist ekki í kerfi Bloomberg gildir útreikningur viðskiptavaka. Magnvegið hámarksverðbil verður 1,5% ef 10 daga flökt er undir 30% en annars 3,0%. Þá er viðskiptavaka heimilt að leggja fram fleiri en eitt tilboð á bæði kaup- og söluhlið og reiknast verðbilið sem magnvegið meðaltal allra tilboða hans.
Breytingar taka gildi frá og með 16. janúar 2026.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða á fjarfestar(hjá)sjova.is