2025-11-24 10:15:22
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 keypti Síminn hf. 1.000.000 eigin hluti í tengslum við endurkaupaáætlun Símans hf. sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 6. nóvember 2025. Með viðskiptunum fór hlutfall eigin bréfa Símans hf. yfir 5% af heildarfjölda hluta.
Síminn hf. átti 123.478.282 eigin hluti fyrir viðskiptin, en átti að þeim loknum 124.478.282 eða sem nemur 5,029% af útgefnum hlutum í félaginu.
Tilkynning þessi er gerð með vísan til 29. gr. (Flöggunarskylda vegna eigin hluta) laga nr. 20/2021 upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.