Síldarvinnslan hf. hefur endurnýjað samning við Landsbankann um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í félaginu.
Tilgangur samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í því skyni að markaðsverð skapist á þeim og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.
Samningurinn kveður á um að kaup- og sölutilboð skuli að lágmarki nema 15 milljónum íslenskra króna að markaðsvirði. Hámarksmagn viðskipta á hverjum degi skal nema 30 milljónum króna að nettó markaðsvirði, sem reiknast sem mismunur á þeim kaup- og sölutilboðum viðskiptavakans sem gengið er að. Magnbundið hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða ákvarðast af 10 daga flökti verðs hlutabréfa félagsins. Ef 10 daga flökt er undir 30% er magnvegið verðbil 2,0% en annars 4,0%.
Samningurinn tekur gildi 16. janúar 2026, og er ótímabundinn. Samningsaðilum er heimilt að segja samningnum upp með 14 daga fyrirvara.
Frekari upplýsingar veitir Axel Ísaksson, fjármálastjóri Síldarvinnslunnar hf. í síma 470-7000 eða á fjarfestir@svn.is