Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Handel & varor |
Industri | Dagligvaror |
Í samræmi við starfskjarastefnu Ölgerðarinnar sem samþykkt var á aðalfundi þann 8. maí 2025 hefur stjórn heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun byggða á 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og á grundvelli hennar bjóða starfsmönnum félagsins og eftir atvikum dótturfélaga þess kauprétt að hlutum í félaginu. Slík kaupréttaráætlun var samþykkt af stjórn félagsins þann 26. júní 2025 og staðfest af Skattinum þann 5. ágúst 2025.
Nú hafa verið gerðir kaupréttarsamningar við starfsfólk í samræmi við kaupréttaráætlunina. Kaupréttur samkvæmt áætluninni nær til allra fastráðinna starfsmanna félagsins og dótturfélaga þess og er markmið áætlunarinnar að tengja hagsmuni starfsmanna félagsins við afkomu og langtímamarkmið félagsins og hluthafa þess. Samkvæmt áætluninni öðlast hver kaupréttarhafi rétt til að kaupa hluti í Ölgerðinni fyrir að hámarki 750.000 krónur einu sinni á ári í þrjú ár, fyrst þann 1. september 2026, næst þann 1. september 2027 og loks þann 1. september 2028, samtals fyrir allt að 2.250.000 krónur. Ávinnsla kaupréttar er bundin því skilyrði að kaupréttarhafi starfi fyrir félagið eða dótturfélag þess, en að öðrum kosti fellur áunninn en ónýttur kaupréttur niður ef starfsmaður lætur af störfum fyrir lok ávinnigstímabils.
Kaupverð hluta er vegið meðalverð í viðskiptum með hlutabréf félagsins síðustu tíu viðskiptadaga fyrir samningsdag, sem er 31. ágúst 2025, eða kr. 18,35 hver hlutur. Alls gerðu 303 starfsmenn Ölgerðarinnar og dótturfélaga kaupréttarsamninga. Kaupréttarsamningarnir ná samtals til allt að 12.383.913 hluta á ári miðað við 100% nýtingu kauprétta.