Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Handel & varor |
Industri | Dagligvaror |
Aðalfundur Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson hf. verður haldinn fimmtudaginn 8. maí 2025, kl. 16:00, í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík.
Framboðsfrestur til stjórnar rann út þann 3. maí 2025, kl. 16:00.
Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:
- Bogi Þór Siguroddsson
- Gerður Huld Arinbjarnardóttir
- Magnús Árnason
- Rannveig Eir Einarsdóttir
- Sigríður Elín Sigfúsdóttir
Er það mat stjórnar að framboðin séu gild, sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga og samþykktir félagsins.
Samkvæmt gildandi samþykktum er stjórn félagsins skipuð fimm einstaklingum.
Nánari upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar er að finna á heimasíðu félagsins: www.olgerdin.is/fjarfestar/hluthafafundir.
Atkvæðagreiðsla á fundinum fer fram með rafrænum hætti í gegnum Lumi AGM veflausnina. Nánari leiðbeiningar um skráningu á fundinn, sem og þær tillögur sem koma til umræðu á fundinum, liggja fyrir á heimasíðu félagsins: www.olgerdin.is/fjarfestar/hluthafafundir.
Innskráningarupplýsingar, þ.e. notandanafn og lykilorð, verða afhentar á fundarstað fyrir upphaf fundar. Eru hluthafar því hvattir til þess að mæta tímanlega á fundinn