13:12:06 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Kalender

2024-03-21 Årsstämma 2024
2024-02-27 Bokslutskommuniké 2023
2023-10-25 Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-08-24 Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-02 Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-08-24 17:30:00

Nova Klúbburinn birtir uppgjör annars ársfjórðungs

EBITDA  jókst um 17% milli ára

  • Áfram góður EBITDA vöxtur og bætt EBITDA hlutfall milli tímabila
  • Þjónustutekjur Nova vaxa um 9% á milli ára og heildartekjur um 4,7%
  • Nova hefur nú þegar hafið prófanir á næstu kynslóð 5G

Þjónustutekjur Nova námu samtals 4.810 m.kr. á fyrstu sex mánuðum ársins og vaxa um samtals 398 m.kr., sem er 9,0% vöxtur á milli ára. Þessi vöxtur skýrist fyrst og fremst af áframhaldandi fjölgun viðskiptavina bæði í farsíma- og netþjónustu sem og aukningu í reikitekjum af ferðamönnum. Áfram er góður EBITDA vöxtur á milli ára, og eykst hún um 16,7% frá fyrra ári. Tekjur af vörusölu dragast saman um 142 m.kr.

Heildartekjur á fyrstu sex mánuðum ársins hækkuðu um 4,7% frá fyrra ári og námu samtals 6.411 m.kr. EBITDA nam 1.923 m.kr. samanborið við 1.642 m.kr. á sama tímabili á fyrra ári og var EBITDA hlutfallið 30,0% á fyrstu sex mánuðum ársins og vex úr 26,9% á fyrra ári. Rekstrarhagnaður (EBIT) var 872 m.kr. en var 683 m.kr. á sama tímabili á fyrra ári og vex um 27,7% milli ára en hagnaður tímabilsins var 280 m.kr.

Nova hefur verið leiðandi í innviðauppbyggingu farsímanets á Íslandi og uppbygging 5G er samkvæmt áætlun. Nova býður stærsta 5G þjónustusvæðið, og hefur sett upp 130 5G senda, en áætlað er að þeir verði yfir 200 í lok árs 2024.

Nova hefur nú þegar tryggt sér tilraunaleyfi hjá Fjarskiptastofu og hafið prófanir á næstu kynslóð 5G sem nefnist MMwave, eða 5G+/5.5G. Nova er með þeim fyrstu í Evrópu sem hefja tilraunir með þessa tækni.

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova:

„Árið er hálfnað, staðan í hálfleik er góð og rekstrarniðurstaða annars ársfjórðungs er samkvæmt okkar áætlun. Sem fyrr er dansinn taktfastur, viðskiptavinum fjölgar á dansgólfinu og samkeppnin er mikil um dansfélaga sem gerir leikinn enn skemmtilegri. Við viljum halda áfram að leggja okkur fram við að efna loforð okkar um að viðskiptavinir fái alltaf mest fyrir peninginn hjá Nova, bæði með því að skora á okkur sjálf og samkeppnina.

Lykillinn að ánægju viðskiptavina er ánægt starfsfólk og við hjá Nova höfum haft fjölbreytni liðsins okkar í fyrirrúmi enda erum við þeirrar skoðunar að það sé forsenda fyrir góðum árangri. Við erum ótrúlega stolt af því að hafa verið útnefnd Fyrirtæki ársins fjórða árið í röð og verið fyrirmyndarfyrirtæki af hálfu VR frá því fyrirtækið var stofnað. 

Nova vill vera fyrst inn í framtíðina með snjallar lausnir og hefur verið leiðandi í innviðauppbyggingu farsímanets á Íslandi. Við viljum þannig tryggja besta netsambandið með mikilli afkastagetu og góðri upplifun notenda. Uppbygging 5G er samkvæmt áætlun og þar ætlum við að halda áfram markvissri uppbyggingu. Við erum gríðarlega spennt fyrir næstu kynslóð 5G, en við erum meðal þeirra fyrstu í Evrópu sem hefja tilraunir á nýrri tækni.”

Í viðhengi er árshlutauppgjör Nova fyrir annan ársfjórðung 2023, auk ítarlegrar uppgjörstilkynningar. 

Nánari upplýsingar veita: 

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri, margret@nova.is, s. 770 1070   
Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri, thorhallurj@nova.is, s. 770 1090.