2025-07-05 00:15:32
Stjórnarformanni og forstjóra Kviku banka hf. barst eftir lokun markaða í dag uppfærð erindi frá Arion banka hf. og Íslandsbanka hf. þar sem félögin ítrekuðu ósk um samrunaviðræður.
Stjórn Kviku banka hf. mun taka bæði erindi til umræðu og ákveða næstu skref af hálfu bankans.
Nánar verður upplýst um framvindu þegar ástæða er til og í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu bankans.
Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi er tilkynning á innherjaupplýsingum í samræmi við 7. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), sem var veitt lagagildi hérlendis með lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.