Söndag 6 Juli | 07:38:11 Europe / Stockholm
2025-05-23 17:36:45

Kvika lauk í dag sölu á nýjum flokki almennra skuldabréfa að fjárhæð 200 milljónir evra til fjögurra ára. Skuldabréfin bera 4,5% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 250 punkta álagi yfir millibankavöxtum. Þetta er fyrsta evruútgáfa bankans og markar hún þáttaskil í fjármögnun hans. Skuldabréfaútgáfan stuðlar að auknum fjölbreytileika í fjármögnun og styrkir samkeppnisstöðu Kviku.

Heildareftispurn eftir skuldabréfunum var yfir 350 milljónir evra frá 25 fjárfestum frá Bretlandi, Norðurlöndum, meginlandi Evrópu og Asíu.

Áætlað er að skuldabréfin verði skráð á Euronext Dublin, og að þau fái einkunnina Baa2 frá lánshæfismatsfyrirtækinu Moody’s Investors Service.

Útgáfan var í umsjón BofA Securities, J.P. Morgan og Morgan Stanley.


Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu  fjarfestatengsl@kvika.is eða í síma 540 3200.