21:50:29 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Kalender

2023-11-07 Split KALD 10:1
2021-03-31 Årsstämma 2021
2021-03-19 Bokslutskommuniké 2020

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorFastigheter
IndustriFörvaltning
Kaldalón är ett isländskt fastighetsbolag. Bolagets specialistkompetens återfinns inom fastighetsutveckling, med störst fokus mot förvärv och investeringar i bostadsfastigheter. Störst verksamhet återfinns inom den europeiska marknaden, med privata kunder som dominerande kundbas. En del av projekten utvecklas med bolagets samarbetspartners. Huvudkontoret är beläget i Reykjavik.
2023-10-26 18:12:42

Stjórn Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík („félagið“), boðar til hluthafafundar í félaginu fimmtudaginn 2. nóvember 2023 kl. 16:30. Fundurinn verður haldinn á Grand hótel, Sigtúni 28, 105 Reykjavík.

Á dagskrá fundarins eru eftirfarandi mál:
1.         Tillaga stjórnar um öfuga skiptingu hluta miðað við hlutfallið 10:1

2.         Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins til að endurspegla öfuga skiptingu hluta auk fyrirhugaðra breytinga er snúa að undirbúningi félagsins til skráningar á aðalmarkað Nasdaq Iceland.

Aðrar upplýsingar:
Ekki verður boðið upp á rafræna þátttöku á fundinum en hluthöfum gefst kostur á að senda umboðsmann á fundinn sem greiðir atkvæði fyrir þeirra hönd. Umboðsmaður skal leggja fram dagsett og skriflegt umboð við upphaf fundar eða rafrænt umboð. Óskað er eftir að umboð berist tímanlega fyrir dagsetningu hluthafafundar á netfangið kaldalon@kaldalon.is og skal það vera undirritað af hluthafa eða prókúruhafa. Einnig er fundarmanni heimilt að framvísa umboði við mætingu á hluthafafund en þá skal þess gætt að mæta tímanlega til að hægt sé að yfirfara umboðið með tilliti til gildis þess. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er.

Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins.

Allar nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsvæði fundarins.

Reykjavík, 26. október 2023

F.h. stjórnar Kaldalóns hf.

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason
stjórnarformaður