Onsdag 30 April | 08:14:37 Europe / Stockholm

Prenumeration

Beskrivning

LandIsland
ListaFirst North Iceland
SektorSällanköp
IndustriGaming
Solid Clouds är en spelutvecklare inriktade mot MMO-genren. Idag utvecklar, äger och publicerar bolaget ett utbud av spel anpassade för diverse konsolsystem, datorer samt smarttelefoner. Verksamheten bedrivs genom med störst närvaro inom Norden och Island. Exempel på lanserade och egenutvecklade spel inkluderar exempelvis Starborne.
2025-04-29 21:00:00

Aðalfundur Solid Clouds hf var haldinn þriðjudaginn 29. apríl 2025 kl. 16.00 í starfsstöð félagsins á Eiðistorgi 17.

Eggert Árni Gíslason, stjórnarformaður, flutti skýrslu stjórnar. Í máli sínu vísaði hann til fyrirhugaðrar fjármögnunar á árinu til að styðja við vöxt félagsins. Stefán Gunnarsson, forstjóri, og Stefán Þór Björnsson, fjármálastjóri, fóru yfir starfsemi og afkomu félagsins árið 2024. Ársreikningurinn var samþykktur.

Það voru sex frambjóðendur sem buðu sig fram til aðalstjórnar og eftirfarandi fimm voru kjörnir: 

Andrea Olsen
Bergþóra Halldórsdóttir
Davíð Gunnarsson
Eggert Árni Gíslason
Skúli Skúlason

Varastjórn félagsins var sjálfkjörin og skipa hana eftirandi:

Björn Ingi Pálsson
Ólafur Andri Ragnarsson
Ingólfur Vignir Ævarsson

Stjórnin hefur skipt með sér verkum. Eggert Árni Gíslason verður stjórnarformaður og Davíð Gunnarsson varaformaður.

Tillaga stjórnar um þóknun til stjórnarmanna og varamanna var samþykkt. Einnig var samþykkt starfskjarastefna Solid Clouds hf óbreytt frá síðasta aðalfundi.

Samþykktar voru breytingar á tveimur ákvæðum samþykkta félagsins. Samþykkt var að hækka heimild stjórnar til að hækka hlutafé til að efna skuldbindingar samkvæmt kaupréttarsamningum og þá var samþykkt breyting á ákvæði er mælir fyrir um hvað skuli samþykkja á aðalfundi félagsins. 

Hlynur Sigurðsson frá KPMG ehf., var kjörinn endurskoðandi félagsins fyrir næsta rekstrarár í stað Deloitte ehf.