Söndag 14 September | 11:38:01 Europe / Stockholm

Prenumeration

Beskrivning

LandIsland
ListaFirst North Iceland
SektorSällanköp
IndustriGaming
Solid Clouds är en spelutvecklare inriktade mot MMO-genren. Idag utvecklar, äger och publicerar bolaget ett utbud av spel anpassade för diverse konsolsystem, datorer samt smarttelefoner. Verksamheten bedrivs genom med störst närvaro inom Norden och Island. Exempel på lanserade och egenutvecklade spel inkluderar exempelvis Starborne.
2025-09-10 14:40:00

Egill Örn Sigurjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Solid Clouds hf. framleiðanda tölvuleiksins Starborne Frontiers. Hann tekur við starfinu af Stefáni Gunnarssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár.

Egill er með MBA gráðu frá University of Cambridge auk þess að vera með BSc gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað í leikjaiðnaði bæði á Íslandi og erlendis meðal annars hjá breska leikjafyrirtækinu Jagex útgefanda RuneScape sem er einn stærsti fjölspilunarleikur heims. Síðan árið 2020 hefur hann starfað sem framleiðandi hjá Solid Clouds hf og leitt framleiðslu leikja félagsins.

„Það er mikill heiður að fá að leiða Solid Clouds hf á þessum tímamótum. Starborne Frontiers er metnaðarfullur leikur með mikla vaxtamöguleika á hratt stækkandi alþjóðlegum leikjamarkaði”, segir Egill Örn Sigurjónsson, nýr framkvæmdastjóri Solid Clouds hf.

„Egill hefur lengi verið lykilmaður hjá félaginu og sýnt í verki að hann hefur burði til að leiða það áfram. Stjórn Solid Clouds er sannfærð um að hann muni stýra félaginu af krafti inn í næsta vaxtarskeið,“ segir Eggert Árni Gíslason, stjórnarformaður Solid Clouds hf.