2025-07-05 00:32:00
Íslandsbanki sendi stjórn Kviku uppfært erindi eftir lokun markaða í dag þar sem bankinn ítrekar ósk sína um samrunaviðræður.
Þann 28.maí sl. óskaði stjórn Íslandsbanka eftir því við stjórn Kviku banka að félögin tvö myndu hefja samrunaviðræður. Niðurstaða stjórnar Kviku var að ekki væru forsendur til að hefja samrunaviðræður út frá þeim upplýsingum sem lágu til hliðsjónar en stjórn Kviku sagðist reiðubúin að endurmeta ákvörðun sína.
Íslandsbanki sendi stjórn Kviku uppfært erindi eftir lokun markaða í dag þar sem bankinn ítrekar ósk sína um samrunaviðræður.
Nánar verður upplýst um framvindu málsins þegar ástæða er til og samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu bankans.