2025-12-08 10:00:00
Linda Jónsdóttir, formaður stjórnar Íslandsbanka, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í stjórn bankans á næsta aðalfundi, sem fyrirhugaður er 19. mars 2026.
Linda Jónsdóttir:
„Eftir að hafa gegnt formennsku í stjórn Íslandsbanka í næstum þrjú ár hef ég tekið þá ákvörðun að sækjast ekki eftir endurkjöri í stjórn bankans á næsta aðalfundi. Með því að tilkynna þetta núna vil ég gefa tilnefningarnefnd góðan tíma til að rækja hlutverk sitt í aðdraganda aðalfundar og mun ég aðstoða nefndina eftir þörfum til að tryggja farsæla yfirfærslu til nýs stjórnarformanns.“