08:22:13 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Prenumeration

Kalender

2023-10-26 Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-07-27 Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-04 Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-02-09 Bokslutskommuniké 2022
2022-10-27 Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-07-28 Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-05-05 Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-17 Årsstämma 2022
2022-02-10 Bokslutskommuniké 2021
2021-10-28 Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-07-28 Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-05-05 Kvartalsrapport 2021-Q1

Beskrivning

LandIsland
ListaLarge Cap Iceland
SektorFinans
IndustriStorbank
Íslandsbanki är verksamma inom finanssektorn. Idag erbjuder banken ett brett utbud av finansiella tjänster, huvudsakligen inriktat mot små- och medelstora företagskunder. Tjänsteutbudet är brett och inkluderar exempelvis kapitalförvaltning samt lånefinansiering. Utöver huvudverksamheten erbjuds diverse kringtjänster. Bolaget bedriver verksamhet runtom den isländska hemmamarknaden.
2023-02-22 19:43:00

Í dag boðaði stjórn Íslandsbanka hf. til aðalfundar bankans. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 16. mars 2023, kl. 16:00, í Norðurljósasal Hörpu, Reykjavík. Jafnframt er gefinn kostur á rafrænni þátttöku á fundinum. Atkvæðagreiðsla á fundinum fer eingöngu fram með rafrænum hætti.

Í samræmi við samþykktir bankans hefur bankinn starfandi tilnefningarnefnd sem hefur það hlutverk að tilnefna einstaklinga til stjórnarsetu á aðalfundi bankans, eða eftir atvikum á hluthafafundi þar sem stjórnarkjör er á dagskrá.

Nánari upplýsingar um tilnefningarnefnd og starfsreglur nefndarinnar má finna á vef bankans.

Með tilkynningu í kerfi Kauphallarinnar og auglýsingu á vefsíðu bankans þann 3. febrúar óskaði tilnefningarnefnd Íslandsbanka eftir framboðum til stjórnar til nefndarinnar fyrir 13. febrúar.

Bankasýsla ríkisins starfrækir sérstaka þriggja manna valnefnd sem tilnefnir aðila fyrir hönd ríkisins sem rétt hafa til setu fyrir hönd ríkisins í bankaráðum eða stjórnum fyrirtækja á forræði stofnunarinnar.

Bankasýsla ríkisins skal tilnefna til kjörs stjórnarinnar það hlutfall stjórnarmanna sem samsvarar eignarhluta ríkisins þegar kjör stjórnar fer fram. Bankasýsla ríkisins hefur tilnefnt þá þrjá einstaklinga í stjórn bankans og einn varamann, sem tilgreindir eru hér að neðan. Bankasýsla ríkisins tilnefnir ekki fleiri einstaklinga til kjörs en vann með tilnefningarnefnd bankans að tilnefningu á formanni stjórnar. Var það því í verkahring tilnefningarnefndar að tilnefna fjóra stjórnarmenn og einn til vara.

  • Anna Þórðardóttir, stjórnarmaður
  • Agnar Tómas Möller, stjórnarmaður
  • Guðrún Þorgeirsdóttir, stjórnarmaður
  • Herdís Gunnarsdóttir, varastjórn

Tilnefningarnefnd Íslandsbanka leggur til að auk þeirra sem Bankasýsla ríkisins hefur tilnefnt, verði eftirtaldir einstaklingar kjörnir í stjórn Íslandsbanka hf. á aðalfundi bankans 16. mars nk.

  • Finnur Árnason, stjórnarmaður
  • Ari Daníelsson, stjórnarmaður
  • Frosti Ólafsson, stjórnarmaður
  • Valgerður Skúladóttir, stjórnarmaður
  • Páll Grétar Steingrímsson, varastjórn

Tilnefningarnefnd, í samráði við Bankasýslu ríkisins, leggur jafnframt til að Finnur Árnason verði kjörinn formaður stjórnar.

Nánar er fjallað um framangreindar tillögur í skýrslu tilnefningarnefndar sem er meðfylgjandi.

Störf tilnefningarnefndar og skilafrestur umsókna til hennar takmarka ekki rétt frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar bankans áður en almennur framboðsfrestur rennur út, sem er fimm (5) dögum fyrir aðalfund bankans, þ.e. klukkan 16:00 þann 11. mars 2023. Frambjóðendur sem vilja skila inn framboði til stjórnar eru beðnir um að fylla út sérstakt eyðublað sem finna má á vef bankans.

Nánari upplýsingar veita Fjárfestatengsl, ir@islandsbanki.is