Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Storbank |
Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum. Heildareftirspurn í útboðinu var 6.600 m.kr.
Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISB CBI 29 voru samtals 3.680 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,72%. Heildartilboð voru 5.280 m.kr. á bilinu 2,59% - 2,79%. Bankinn gefur einnig út 960 m.kr. í flokknum til eigin nota.
Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISB CBF 27 voru samtals 1.120 m.kr. á 1 mánaða REIBOR + 0,50%. Heildartilboð voru 1.320 m.kr. Seld verða áður útgefin bréf í eigu bankans.
Í tengslum við útboðið bauðst eigendum flokksins ISB CB 23 að selja bréf í flokknum gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði. Hreint verð á flokknum var fyrirfram ákveðið sem 99,19. Bankinn kaupir til baka 1.340 m.kr. að nafnvirði í flokknum.