Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Storbank |
Íslandsbanki hf. tilkynnir í dag um endurkaupatilboð til eigenda 300 milljóna evra skuldabréfaútgáfu sem ber 0,50% vexti og er á gjalddaga 20. nóvember 2023 (ISIN: XS2259867039) gegn greiðslu (hér eftir endurkaupatilboðið).
Endurkaupatilboðið er háð þeim skilmálum og skilyrðum sem er að finna í hjálagðri tilkynningu (e. Tender Launch Announcement) og er nánar lýst í endurkaupatilboðslýsingu (e. Tender Offer Memorandum) með endurkaupatilboðinu sem dagsett er 9. maí 2023. Endurkaupatilboðslýsinguna má nálgast (háð tilteknum takmörkunum á dreifingu) hjá umsýsluaðila endurkaupanna (e. Tender Agent): Kroll Issuer Services Limited (sími: +44 20 7704 0880; netfang: islandsbanki@is.kroll.com; vefsíða: https://deals.is.kroll.com/islandsbanki).
Umsjónaraðilar (e. Dealer Managers) með endurkaupunum eru Barclays, Citigroup, Goldman Sachs Bank Europe og J.P. Morgan.