Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Storbank |
Hagnaður af rekstri nam 5,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025.
Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu fyrsta ársfjórðungs 2025 (1F25)
- Hagnaður af rekstri nam 5,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 (1F24: 5,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 9,4% á ársgrundvelli (1F24: 9,8%).
- Hreinar vaxtatekjur námu 12,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 og hækkuðu um 817 milljónir króna á 1F25 samanborið við 1F24.
- Vaxtamunur var 3,2% á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 3,0% á fyrsta ársfjórðungi 2024.
- Hreinar þóknanatekjur jukust um 1,9% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2024 og námu samtals 3,1 milljarði króna á fjórðungnum.
- Hrein fjármagnsgjöld voru 986 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 236 milljónir króna á 1F24.
- Aðrar rekstrartekjur námu 467 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 1.098 milljónir króna á 1F24.
- Stjórnunarkostnaður nam 7,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 7,1 milljarð króna á 1F24, sem er 4,0% hækkun á milli ára.
- Kostnaðarhlutfall bankans var 47,6% á fjórðungnum. Kostnaðarhlutfallið var 43,9% á 1F24.
- Virðisrýrnun fjáreigna var 3 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við virðisrýrnun sem nam 704 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2024. Áhættukostnaður útlána (e. cost of risk) var 0,1 punktur á ársgrundvelli á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 23 punkta á sama ársfjórðungi 2024.
- Útlán til viðskiptavina jukust um 3,5 milljarða króna á fjórðungnum frá fjórða ársfjórðungi 2024 og voru 1.299 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2025.
- Innlán frá viðskiptavinum jukust um 1,1% milli loka fjórða ársfjórðungs 2024 og fyrsta ársfjórðungs 2025 og námu 937 milljörðum króna í lok fjórðungsins.
- Eigið fé nam 217,9 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins, samanborið við 227,4 milljarða króna í lok árs 2024.
- Eiginfjárhlutfall var 21,6% í lok fyrsta ársfjórðungs 2025, samanborið við 23,2% í árslok 2024. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 (CET1) var 18,6%, samanborið við 20,1% í árslok 2024. Eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 var 320 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila í lok ársfjórðungsins, og hærra en fjárhagslegt markmið bankans um að vera með 100-300 punkta eiginfjár svigrúm umfram kröfur eftirlitsaðila.
- Lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) er 19,6% af áhættugrunni, til viðbótar við samanlagða kröfu um eiginfjárauka. Í lok fyrsta ársfjórðungs 2025 var MREL bankans 37,8%, 830 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila.
Lykiltölur
1F25 | 4F24 | 3F24 | 2F24 | 1F24 | ||
REKSTUR | Hagnaður tímabils, m.kr. | 5.209 | 6.283 | 7.280 | 5.266 | 5.417 |
Arðsemi eigin fjár | 9,4% | 11,2% | 13,2% | 9,7% | 9,8% | |
Vaxtamunur (af heildareignum) | 3,2% | 2,7% | 2,9% | 3,1% | 3,0% | |
Kostnaðarhlutfall1,2 | 47,6% | 45,7% | 40,4% | 45,7% | 43,9% | |
Áhættukostnaður útlána3 | 0,00% | (0,11%) | (0,27%) | (0,04%) | 0,23% | |
31.3.25 | 31.12.24 | 30.9.24 | 30.6.24 | 31.3.24 | ||
EFNAHAGUR | Útlán til viðskiptavina, m.kr. | 1.298.849 | 1.295.388 | 1.274.094 | 1.276.608 | 1.248.295 |
Eignir samtals, m.kr. | 1.667.429 | 1.607.807 | 1.622.458 | 1.595.896 | 1.643.707 | |
Áhættuvegnar eignir, m.kr. | 1.061.903 | 1.040.972 | 1.021.243 | 1.019.494 | 1.015.161 | |
Innlán frá viðskiptavinum, m.kr. | 936.779 | 926.846 | 927.011 | 916.127 | 879.554 | |
Útlán til viðskiptavina / innlán frá viðskiptavinum | 139% | 140% | 137% | 139% | 142% | |
Hlutfall lána með laskað lánshæfi4 | 1,8% | 1,6% | 1,6% | 1,8% | 1,9% | |
LAUSAFÉ | Fjármögnunarhlutfall (NSFR), allir gjaldmiðlar | 128% | 125% | 126% | 123% | 127% |
Lausafjárþekjuhlutfall (LCR), allir gjaldmiðlar | 202% | 168% | 223% | 190% | 190% | |
EIGIÐ FÉ | Eigið fé samtals, m.kr. | 217.894 | 227.355 | 223.388 | 216.501 | 215.718 |
Eiginfjárhlutfall almenns þáttar 15 | 18,6% | 20,1% | 20,2% | 19,9% | 19,9% | |
Eiginfjárhlutfall þáttar 15 | 19,5% | 21,0% | 21,2% | 20,9% | 20,9% | |
Eiginfjárhlutfall5 | 21,6% | 23,2% | 23,4% | 23,1% | 23,6% | |
Vogunarhlutfall5 | 12,1% | 13,2% | 13,0% | 13,0% | 12,6% | |
MREL hlutfall6 | 37,8% | 33,4% | 35,6% | 35,6% | 39,1% |
1. Reiknað sem: (stjórnunarkostnaður – einskiptisliðir) / (heildarrekstrartekjur – einskiptisliðir).
2. Kostnaðarhlutfall undanskilur stjórnvaldssekt að fjárhæð 470 m.kr. á 2F24.
3. Neikvæður áhættukostnaður merkir að það hafi verið nettó tekjufærsla úr virðisrýrnunarsjóði.
4. Stig 3, útlán til viðskiptavina, vergt bókfært virði.
5. Að meðtöldum 1F24 hagnaði fyrir 31.3.24.
6. MREL hlutfallið er birt að meðtöldu almennu eiginfé þáttar 1 sem er haldið til að mæta samanlagðri kröfu um eiginfjárauka.
Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka:
Fyrsti ársfjórðungur 2025 einkenndist af talsverðum sveiflum á alþjóðlegum mörkuðum og ákveðin óvissa ríkir um áhrif hækkunar tolla. Óvissan hefur haft áhrif á hlutabréfamarkaðinn hér heima og lækkaði arðgreiðsluleiðrétt úrvalsvísitala OMX Iceland 15 um 7,7% á fyrsta ársfjórðungi.
Afkoma Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 5,2 milljörðum króna, sem er um 3% yfir spám greinenda. Vaxtatekjur jukust um tæp 7%, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og þóknanatekjur um tæp 2%. Vaxtamunur var 3,2% á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár var 9,4% á ársgrundvelli og kostnaðarhlutfallið 47,6%, sem hvort um sig er utan markmiða bankans. Neikvæð afkoma fjármunatekna, sem nemur 986 milljónum króna, hefur áhrif á afkomu bankans á fjórðungnum.
Þrátt fyrir óróa á heimsmörkuðum sýndi bankinn fram á gott aðgengi að mörkuðum í marsmánuði þegar hann seldi græn almenn skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra til 5,5 ára. Kjörin á bréfunum jafngilda 140 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum. Í heild bárust tilboð frá yfir 100 fjárfestum og endanleg tilboðsbók nam rúmlega 1,1 milljarði evra og er útgáfan sú lengsta sem bankinn hefur ráðist í frá því 2018. Eftir útgáfuna er bankinn að miklu leyti fjármagnaður út árið 2025 sem gerir hann minna háðan núverandi sveiflum á markaði.
Stafræn vöruþróun er stöðugt verkefni innan bankans. Nýtt og öflugra app hefur verið kynnt til sögunnar. Meðal nýrra aðgerða má nefna markmiðasetningu og leitarham sem hvort um sig styður við fjárhagslega heilsu viðskiptavina okkar. Þá fór nýr netbanki í loftið í febrúar. Þessum nýjungum hefur verið afar vel tekið og er ánægjulegt að geta veitt viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu með þessum hætti.
Samstarf er hafið milli Íslandsbanka og VÍS um þjónustu við einstaklinga og eru VÍS tryggingar nú aðgengilegar viðskiptavinum okkar í appi bankans . Vegna samstarfsins munu viðskiptavinir bankans nú eiga þess kost að hitta ráðgjafa frá VÍS í vissum útibúum og sameiginlegir viðskiptavinir bankans og VÍS munu njóta aukinna fríðinda hjá báðum fyrirtækjum. Með þessu náum við að bæta kjör viðskiptavina og stuðla um leið að bættri fjárhagslegri heilsu þeirra.
Á aðalfundi bankans 31. mars síðastliðinn var tillaga um arðgreiðslu til hluthafa sem nam 12,1 milljarði króna samþykkt og er í takti við arðgreiðslustefnu bankans. Aðalfundurinn samþykkti einnig endurnýjun á heimild til kaupa á eigin hlutum fyrir allt að 10% af hlutafé hans og tillögu um lækkun hlutafjár með ógildingu eigin hluta. Þegar horft er til arðgreiðslu vegna 2024 annars vegar og endurkaupa á eigin bréfum á því ári hins vegar námu greiðslur til hluthafa nálægt 100% af hagnað síðasta rekstrarárs. Áform um að ná fram bestu skipan eiginfjársamsetningar standa enn, að teknu tilliti til markaðsaðstæðna. Líkt og áður hefur komið fram getur slíkt falið í sér bæði innri og ytri vöxt, sem og greiðslu til hluthafa, hvort heldur sem er í formi sérstakrar arðgreiðslu og/eða með endurkaupum á eigin hlutum. Endurkaup bankans á eigin hlutum og útgreiðslur til hluthafa fela þannig í sér mikilvæg skref á leið okkar að bestun á eiginfjársamsetningu bankans.
Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Vinna hefur staðið yfir undanfarna mánuði hjá ráðgjöfum ríkisins og umsjónaraðilum við undirbúning á sölu á eftirstandandi hlut ríkisins. Bankinn hefur stutt við þessa vinnu og veitt upplýsingar um bankann eins og tilefni hefur verið til. Þá höfum við lagt kraft og metnað í að kynna bankann og traustan rekstur hans fyrir núverandi hluthöfum og öðrum áhugasömum aðilum.
Afkomuefni
Ítarlegri umfjöllun um rekstur og afkomu Íslandsbanka má finna í enskri útgáfu fréttatilkynningarinnar sem finna má í viðhengi (íslenska útgáfan veitir aðeins yfirlit yfir helstu þætti uppgjörsins, fjárfestafund og fjárhagsdagatal). Sé misræmi á milli tilkynninga á íslensku annars vegar og ensku hins vegar, gildir enska útgáfan.
Fyrirvari
Framangreind fréttatilkynning gæti vísað til spár um framtíðarhorfur sem er háð áhættu- og óvissuþáttum og getur þýtt að raunverulegur árangur verði umtalsvert frábrugðinn því sem spáð er í þessari fréttatilkynningu. Íslandsbanki hf. hefur ekki skyldu til að, og mun ekki, uppfæra þessar spár um framtíðarhorfur félagsins til að endurspegla atburði og aðstæður sem eiga sér stað eftir útgáfu þessarar fréttatilkynningar. Það er á ábyrgð fjárfestis að reiða sig ekki seinna meir á spár um framtíðarhorfur sem eru settar fram í þessari fréttatilkynningu þar sem þær eiga eingöngu við á þeim tíma sem hún er gefin út. Spár um framtíðarhorfur gefa ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og eru allar yfirlýsingar um framtíðarhorfur félagsins fullgildar í heild sinni með tilliti til þessa fyrirvara.
FJÁRFESTATENGSL
Vefstreymi föstudaginn 9. maí 2025
Íslandsbanki mun halda afkomufund/vefstreymi föstudaginn 9. maí 2025 kl. 8.30 fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri og Ellert Hlöðversson, fjármálastjóri munu kynna afkomu bankans og helstu atriði í rekstri hans á fyrsta ársfjórðungi 2025. Fundurinn fer fram á ensku.
Fundurinn verður aðgengilegur í gegnum hlekk á vefsvæði fjárfestatengsla á vef bankans. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á sama stað að honum loknum. Þátttaka, og möguleikinn á að bera fram skriflegar spurningar, fer fram á þessari síðu. Markaðsaðilar geta einnig hringt inn á fundinn og lagt fram spurningar munnlega með því að skrá sig á þessari síðu. Að skráningu lokinni verður símanúmer og auðkenni fyrir fundinn afhent. Allar upplýsingar um fundinn má finna hér.
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Íslandsbanka: ir@islandsbanki.is.
Fjárhagsdagatal
Stefnt er birtingu árshluta- og ársuppgjörs á eftirfarandi dagsetningum:
Árshlutauppgjör annars ársfjórðungs 2025 – 31. júlí 2025
Árshlutauppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 – 30. október 2025
Frekari upplýsingar um fjárhagsdagatal Íslandsbanka fyrir 2025 eru aðgengilegar á vef bankans. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Fjárfestaefni
Allt fjárfestaefni mun verða birt á vefsvæði fjárfestatengsla þar sem upplýsingar um fjárhagsdagatal og þögul tímabil eru einnig aðgengilegar.
Þessi tilkynning er birt af Íslandsbanka hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, varðandi afkomu á fyrsta ársfjórðungi 2025 sem lýst er að ofan. Tilkynning þessi er gerð af Ellerti Hlöðverssyni, fjármálastjóra Íslandsbanka hf., í samræmi við upplýsingaskyldu bankans samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.