Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Tjänster |
Industri | Fordon & Transport |
Í júní 2025 flutti Icelandair 552 þúsund farþega sem er 7% aukning miðað við júní á síðasta ári. Það sem af er ári hefur Icelandair flutt rúmlega 2,2 milljónir farþega.
Í mánuðinum voru 35% farþega á leið til Íslands, 17% frá Íslandi, 44% voru tengifarþegar og 4% ferðuðust innanlands. Aukningin var mikil á markaðinum til Íslands þar sem farþegum fjölgaði um 20% og markaðinum frá Íslandi þar sem fjölgunin nam 19% og er það í samræmi við aukna áherslu okkar á þessa markaði. Sætanýting nam 85,1% samanborið við 83,4% í júní á síðasta ári og stundvísi var 86,8%.
Seldir blokktímar í leiguflugi jukust um 52%. Fraktflutningar jukust um 16% miðað við júní í fyrra. Kolefnislosun minnkaði um 5% á tonnkílómetra.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:
„Það er ánægjulegt að sjá markaðinn til Íslands halda áfram að styrkjast og fjölgaði farþegum til landsins um 20% í júní í kjölfar aukinnar áherslu okkar á markaðina til og frá Íslandi að undanförnu. Við bættum Gautaborg við sem áfangastað í leiðakerfinu á ný eftir sjö ára hlé og í júní bættist BYKO í hóp samstarfsaðila Saga Club, vildarklúbbs Icelandair. Saga Club er stærsta fríðindakerfi á Íslandi með um 400 þúsund virka félaga og skapar mikið virði fyrir viðskiptavini okkar bæði með söfnun og nýtingu vildarpunkta.“