2025-09-11 19:14:00
Tilkynnt var um í júlí sl. að Sylvía Kristín Ólafsdóttir myndi láta af störfum sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hún lætur formlega af störfum í dag en síðustu mánuði hefur hún aðstoðað við yfirfærslu verkefna. Ráðningaferli er í fullum gangi en Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair tekur tímabundið við stöðu framkvæmdastjóra rekstrar samhliða stöðu forstjóra þangað til gengið hefur verið frá ráðningu.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:
„Ég vil þakka Sylvíu fyrir mikilvægt framlag í þágu Icelandair og frábært samstarf síðastliðin ár. Þá óska ég henni alls hins besta á nýjum vettvangi.“