Söndag 19 Oktober | 13:57:11 Europe / Stockholm
2025-10-17 18:33:00

Skilavald Seðlabanka Íslands hefur samþykkt skilaáætlun Arion banka hf.

Með samþykkt skilaáætlunarinnar tók skilavaldið ákvörðun um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL), í samræmi við lög um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, með síðari breytingum. 

MREL-kröfur Arion Banka eru 19,8% af áhættugrunni (e. Total Risk Exposure Amount), og 6,0% af heildaráhættuskuldbindingum (e. Total Exposure Measure). Við lok 2. ársfjórðungs 2025 voru hlutföllin 27,6% (MREL-TREA) og 22,1% (MREL-TEM) hjá bankanum, töluvert umfram kröfur. 

Undirskipaður hluti MREL-krafna bankans jafngildir 13,5% af áhættugrunni. Kröfuna um undirskipan má einungis uppfylla með skuldbindingum sem eru neðar í kröfuröð en þær sem eru undanþegnar eftirgjöf. 

MREL-kröfurnar byggja á fjárhagsupplýsingum við árslok 2024. Kröfurnar taka gildi við dagsetningu tilkynningarinnar.