Lördag 5 Juli | 22:02:22 Europe / Stockholm
2025-07-05 00:22:00

Í dag ítrekaði stjórn Arion banka hf. ósk sína um samningaviðræður um sameiningu bankanna við stjórn Kviku banka hf.

Eins og kunnugt er þá ákvað stjórn Arion banka á fundi sínum þriðjudaginn 27. maí  sl. að óska eftir samrunaviðræðum við Kviku banka. Stjórn Kviku svaraði þeirri beiðni föstudaginn, 13. júní. Í svari Kviku kom fram að stjórn bankans teldi ekki forsendur fyrir því að hefja samrunaviðræður við Arion banka þar sem erindi Arion endurspeglaði að hennar mati ekki virði Kviku banka. Stjórn Kviku tók fram að ef stjórn Arion banka myndi endurskoða forsendur um virði Kviku væri hún reiðubúin að endurmeta ákvörðun sína varðandi samrunaviðræður. 

Stjórn og stjórnendur Arion banka hafa undanfarið haldið áfram vinnu við greiningu hagræðis og þeirra tækifæra sem til yrðu við samruna félaganna. Í kjölfar fundar fulltrúa Arion og Kviku í morgun ákvað stjórn Arion banka að senda uppfært erindi til stjórnar Kviku banka. Erindið, þar sem ítrekuð er ósk um samningaviðræður um sameiningu bankanna, var sent eftir lokun markaða í dag.