Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Bank |
Arion banki heldur útboð á nýjum flokki víkjandi skuldabréfa sem telja til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2), þriðjudaginn 27. maí 2025.
Skuldabréfin verða verðtryggð vaxtagreiðslubréf með vaxtagreiðslum tvisvar á ári. Lokagjalddagi er í desember 2036, með innköllunarheimild af hálfu útgefanda í desember 2031 og á öllum vaxtagjalddögum þar á eftir (11,5NC6,5).
Fyrirkomulag útboðs verður með þeim hætti að öll samþykkt tilboð verða tekin á hæstu samþykktu ávöxtunarkröfunni. Arion banki áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta. Áætlaður uppgjörsdagur og skráning á Nasdaq Iceland er 2. júní nk.
Útgáfan verður gefin út undir 3,0 milljarða evra Euro Medium Term Notes (EMTN) útgáfuramma bankans. Grunnlýsingu EMTN rammans má nálgast hér. Útboðið er ekki ætlað almennum fjárfestum.
Markaðsviðskipti Arion banka hafa umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað á netfangið skuldabrefamidlun@arionbanki.is fyrir kl. 16:00 þann 27. maí 2025