Prenumeration
Beskrivning
| Land | Island |
|---|---|
| Lista | Large Cap Iceland |
| Sektor | Finans |
| Industri | Bank |
Intresserad av bolagets nyckeltal?
Analysera bolaget i Börsdata!
Vem äger bolaget?
All ägardata du vill ha finns i Holdings!
Arion banki lauk í dag útgáfu á grænum almennum skuldabréfum (e. senior preferred) til þriggja og fimm ára að fjárhæð 850 milljónir norskra króna og 850 milljónir sænskra króna.
Þriggja ára skuldabréfin voru verðlögð með álagi upp á 80 punkta yfir þriggja mánaða millibankavöxtum í norskum krónum (NIBOR) og 83 punkta yfir þriggja mánaða millibankavöxtum í sænskum krónum (STIBOR). Fimm ára skuldabréfin voru verðlögð með 105 punkta álagi yfir NIBOR og 107 punkta álagi yfir STIBOR. Heildarútgáfustærð var 550 milljónir norskra króna og 650 milljónir sænskra króna fyrir þriggja ára skuldabréfin, og 300 milljónir norskra króna og 200 milljónir sænskra króna fyrir fimm ára skuldabréfin.
Útgáfan fellur undir sjálfbæra fjármálaumgjörð Arion banka. Í umgjörðinni er með skýrum og gegnsæjum hætti gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem lánveitingar bankans þurfa að uppfylla til að teljast umhverfisvænar.
Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN-útgáfuramma bankans og er stefnt að töku skuldabréfanna til viðskipta í kauphöllinni í Lúxemborg þann 22. janúar 2026.
Umsjónaraðilar voru DNB Carnegie, SEB og Swedbank.