Söndag 6 Juli | 08:05:23 Europe / Stockholm
2025-05-27 15:53:00

Arion banki lauk í dag útgáfu á grænum almennum skuldabréfum (e. senior preferred) til 2,5 ára að fjárhæð 600 milljónir norskra króna og 900 milljónir sænskra króna.

Skuldabréfin bera breytilega vexti sem nema 117 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í norskum krónum og 120 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum.

Útgáfan fellur undir sjálfbæra fjármálaumgjörð Arion banka. Í umgjörðinni er með skýrum og gegnsæjum hætti gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem lánveitingar bankans þurfa að uppfylla til að teljast umhverfisvænar.

Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN-útgáfuramma bankans og er stefnt að töku skuldabréfanna til viðskipta í kauphöllinni í Lúxemborg þann 4. júní 2025.

Samhliða sölu á ofangreindum skuldabréfum bauðst Arion banki til að kaupa til baka skuldabréf útgefin af bankanum annarsvegar í norskum krónum með gjalddaga 18. ágúst 2025 (ISIN: XS2521227459) og í sænskum krónum með gjalddaga 18. ágúst 2025 (ISIN: XS2522075030) á verðinu 100,436. Bankanum bárust gild tilboð að fjárhæð NOK 235 milljónir og SEK 70 milljónir og voru þau öll samþykkt.

Umsjónaraðilar voru DNB Carnegie, Nordea Abp og Swedbank.