20:21:43 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Prenumeration

Kalender

2021-03-05 Ordinarie utdelning ORIGO 0.00 ISK
2021-03-04 Årsstämma 2021
2021-01-28 Bokslutskommuniké 2020
2020-10-21 Kvartalsrapport 2020-Q3
2020-08-19 Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-04-29 Kvartalsrapport 2020-Q1
2020-03-06 Ordinarie utdelning ORIGO 0.00 ISK
2020-03-05 Årsstämma 2020
2020-01-29 Bokslutskommuniké 2019
2019-10-31 Kvartalsrapport 2019-Q3
2019-08-22 Kvartalsrapport 2019-Q2
2019-05-07 Kvartalsrapport 2019-Q1
2019-03-08 Ordinarie utdelning ORIGO 0.00 ISK
2019-03-07 Årsstämma 2019
2019-01-30 Bokslutskommuniké 2018
2018-03-02 Årsstämma 2018
2018-01-31 Bokslutskommuniké 2017

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorTjänster
IndustriIT-konsult & onlinetjänster
Origo är ett IT-bolag. Idag levererar bolaget digitala lösningar, vilket inkluderar applikationsutveckling, systemintegration, samt tillhörande teknisk support. Övriga tjänster inkluderar molnbaserade lönesystem samt personalhanteringssystem. Tjänsterna används huvudsakligen av medelstora- och stora företagskunder inom finans, hälsa- och sjukvård, samt industri. Bolaget innehar verksamhet på global nivå, med störst verksamhet inom den nordiska marknaden.
2022-08-30 20:21:00

Árshlutauppgjör Origo hf. – Annar ársfjórðungur 2022

Helstu fjárhagsupplýsingar: Helstu fréttir úr starfsemi:
Sala á vöru og þjónustu nam 4.516 m.kr á öðrum ársfjórðungi 2022 (2,1% tekjuvöxtur frá F2 2021) og 9.262 m.kr á fyrri árshelmingi (7,7% tekjuvöxtur frá 1H 2021) [F2 2021: 4.425 m.kr, 1H 2021: 8.599 m.kr.]7,7% tekjuvöxtur og góð afkoma á fyrri árshelmingi
Framlegð nam 1.215 m.kr (26,9%) á öðrum ársfjórðungi 2022 og 2.506 m.kr (27,1%) á fyrri árshelmingi [F2 2021: 1.118 m.kr (25,3%), 1H 2021: 2.506 m.kr (25,7%)]10,4% tekjuvöxtur í sölu á notendabúnaði
EBITDA nam 370 m.kr (8,2%) á öðrum ársfjórðungi 2022 og 708 m.kr (7,6%) á fyrri árshelmingi [F2 2021: 357 m.kr. (8,1%), 1H 2021: 658 m.kr (7,6%)]2,1% tekjuvöxtur á hugbúnaðarsviðum
EBIT nam 119 m.kr. (2,6%) á öðrum ársfjórðungi 2022 og 223 m.kr (2,4%) á fyrri árshelmingi [F2 2021: 158 m.kr. (3,6%), 1H 2021: 266 m.kr (3,1%)]10,3% tekjuvöxtur í rekstrarþjónustu og innviðum
Áhrif hlutdeildarfélags nam 261 m.kr á fjórðungnum og 427 m.kr á fyrri árshelmingi. 25% tekjuvöxtur og heildartekjur upp á um 46 milljónir USD á fyrri árshelmingi. Leiðrétt EBITDA hlutfall félagsins er um 28% fyrir sama tímabil.Sterkur fjórðungur hjá Tempo
Rekstrarliðir færðir beint á eigið fé voru jákvæðir um 119 m.kr á öðrum ársfjórðungi 2022 og jákvæðir um 26 m.kr á fyrrir árshelmingi 2022 [F2 2021: -70 m.kr, 1H 2021: -88 m.kr] 
Heildarhagnaður nam 416 m.kr á öðrum ársfjórðungi 2022 og 562 m.kr á fyrri árshelmingi [F2 2021: 84 m.kr, 1H 2021: 247 m.kr] 
Origo keypti eigin bréf fyrir um 300 m.kr á fyrri hluta árs 2022 
Eiginfjárhlutfall er 60,0%, en var 56,9% í árslok 2021 
Veltufjárhlutfall er 1,48 en var 1,42 í lok árs 2021 

Jón Björnsson forstjóri Origo hf:
„Fyrri helmingur 2022 kemur ágætlega út fyrir Origo. Helmingurinn endar 7,7%  yfir veltu síðasta árs. Það er mat okkar að eitthvað hafi dregið úr eftirspurn í upphafi sumars vegna aðstæðna á markaði en eftirspurn virðist aftur komin á gott ról nú í lok sumars. Rekstrarafkoman er viðunandi á fyrri helming ársins en félagið skilar rúmlega 7,6% hærri EBITDA en á 1H síðasta árs. Þá er ánægjulegt að sjá góðan árangur Tempo eftir kaupin á ALM og Roadmunk en áframhald er á góðum tekjuvexti hjá félaginu þrátt fyrir nokkuð mikla óvissu á heimsmörkuðum.
 
Áfram er góð eftirspurn eftir lausnum og vörum í notendabúnaði og jukust tekjur um 10,4% á fyrri helmingi ársins. Nokkuð óreglulegt vöruflæði myndaðist í kjölfar Úkraínustríðins og Covid og færast því töluverðar tekjur inn á seinni helming ársins en við erum að sjá svipaða veltuaukningu á fyrstu vikum þriðja ársfjórðungs og við sáum í upphafi árs. Góð afkoma er hjá einingunni og EBITDA eykst um rúm 15% frá síðasta ári. Horfur eru heilt yfir ágætar, meira jafnvægi virðist vera að komast á vöruflæði og aðilar í ferðaþjónustu hafa verið að skila töluverðri söluaukningu.
 
Þjónustulausnir Origo hafa verið í mikilli umbreytingu s.l. 12-18 mánuði með breytingum á vöru- og þjónustuframboði sem skilað hefur mun betri rekstri ásamt því að búa til nokkur góð tækifæri til sóknar. 3% tekjaukning er á fyrri helming ársins en  138% bati í EBITDA afkomu. Skerpt hefur verið á áherslum og sköpuð sterkari umgjörð í kringum þjónustuafhendingu auk betri nýtingar á tækifærum sem liggja í umbreytingu hjá okkar viðskiptavinum. Viðskiptavinir eru í dag mun meðvitaðri um mikilvægi upplýsingatækniöryggis og kröfur til þjónustuaðila sífellt að aukast. Origo ætlar sér að vera fyrsta val þegar kemur að öruggum rekstri og munum við því leggja áherslu á að skilaboð okkar út á markaðinn séu í takt við það.
 
Í viðbót við þessar breytingar á grunnrekstri Þjónustulausna höfum við fjárfest í þremur vaxtarverkefnum sem tengjast stafrænum innviðum:

  • Syndis er í forystu þegar kemur að ráðgjöf á sviði UT-öryggismála en hefur eins og önnur Origo fyrirtæki verið að einbeita sér að byggja upp skalanlegri rekstur, samhliða frábærri ráðgjafaeiningu. Syndis hefur byggt upp öryggismiðstöð í Póllandi sem heldur úti 24/7 öryggisþjónustu fyrir fjölda fyrirtækja. Enn fremur hefur Syndis fjárfest í þróun hugbúnaðar sem metur hversu aðlaðandi fyrirtæki eru í augum hakkara. Frumprófanir hjá fyrstu viðskiptavinum fara í gang á haustmánuðum.
  • Fyrirtækið Responsible Compute var stofnað með Borelais Data Center og í samvinnu við Bandarískja fyrirtækið Rescale sem sérhæfir sig í ofurtölvuvinnslu í skýinu. Stefna Responsible Compute er að bjóða upp á sjálfbæra HPC-innviðaþjónustu með bestu mögulegu kolefnisskýrslum sem völ er á, byggðar á þekktum og stöðluðum reikniaðferðum. Þetta gerir viðskiptavinum okkar kleift að draga úr umhverfisspori sínu, meta þróun útblásturs og vega möguleg úrræði í átt að kolefnishlutleysi. Fyrirtækið sem hefur verið í prófunum síðustu mánuði, hefur nú fengið sinn fyrsta viðskiptavin.
  • Datalab er sprotafyritæki á sviði hagnýtingar gagna í sífellt snjallari lausnum. Fyrirtækið er í sérstöðu á íslenskum markaði og er um þessar mundir að kynna lausnir fyrir íslensk fyrirtæki sem varpa ljósi á stöðu viðskiptasambanda. Lausnin ber heitið Lífsmörk, en Datalab framleiðir einnig sérsniðnar gagnasögur sem auðveldar fyrirtækjum að ná til viðskiptavina á persónulegri og eftirminnilegri hátt.

Velta Origo í hugbúnaðargerð heldur áfram að vaxa og skilaði 2,1% tekjuaukningu á fyrri hluta ársins. Eins og í notendabúnaði fundum við þó fyrir aðeins minni eftirspurn og hægagangi í aðdraganda sumars. Sennilega að einhverju leyti vegna áhrifa aukinna sumarfría hjá fyrirtækjum og stofnunum í kjölfar Covid. Þó jukust áskriftartekjur af eigin hugbúnaði meira en aðrar tekjur í hugbúnaði á báðum fjórðungum fyrri hluta ársins og sérstaklega sterkur tekjuvöxtur var innan hugbúnaðar á kjarnasviðum eins og mannauðslausnum, gæðakerfum, bankalausnum og fjárhagskerfum. Vöxtur eigin hugbúnaðar nam 13% á fyrstu 6 mánuðum ársins. Fyrirtækið hefur á þessum tíma samið við stór fyrirtæki og stofnanir eins og Stafrænt Ísland, Öryggismiðstöðina, Veðurstofuna, Tryggingastofnun og Hafnarfjarðarbæ.
 
Rekstur Applicon er á stöðugur miðað við síðasta ár. Tekjur dragast örlítið saman vegna einskiptis leyfasölu á síðasta ári en rekstrarniðurstaða er svipuð vegna hærri ráðgjafatekna. Applicon hefur í grunninn haft tekjur sínar af leyfasölu og ráðgjöf innan bankageirans í Svíþjóð. Félagið hefur á síðustu árum aukið áherslu sína á kaupleigufyrirtæki sem og fjárstýringu hjá almennum fyrirtækjum. Verkefnastaða er ágæt fyrir seinni helming ársins. Applicon vinnur nú jafnframt að hugbúnaðarþróun tveggja vara sem mun hafa áhrif á tekjusamsetningu framtíðarinnar. Fjárfestingar í nýjum vörum er um 20 mkr hærri á fyrri helming ársins miðað við sama tímabil í fyrra.
 
Rekstur Tempo gekk vel á fyrri hluta ársins og skilaði félagið 25% tekjuvexti og heildartekjum upp á um 46 milljónir USD. Leiðrétt EBITDA hlutfall félagsins er um 28% fyrir sama tímabil. Tölur félagsins endurspegla nú tekjur eftir kaup á ALM Works og Roadmunk á s.l. ári en sameining félaganna þriggja hefur verið höfuð viðfangsefni félagsins á síðastliðnum mánuðum, ásamt endurskipulagningu á starfsemi Roadmunk. Teymi í markaðsmálum, sölu, rekstri og fjármálum eru núna að vinna saman og næsti áfangi liggur í að færa vöruteymi og teymi í hugbúnðargerð nær hvort öðru. Árið hefur verið nokkuð litað af óvissu á mörkuðum vegna aðstæðna sem hafa skapast í kjölfar stríðsins í Úkraínu en félagið hefur þurft að setja töluverða orku og vinnu í að flytja þá starfsemi sem var hjá ALM í Rússlandi og hefur það tafið þróunarstarf að einhverju leyti. Þetta hefur skapað meiri varkárni í starfssemi félagsins. Félagið sér þó áfram góða þróun í áskriftartekjum og markmið um afkomu eru að nást. Félagið heldur áfram að leggja áherslu á aukna veltu með sérstaka áherslu á krossölu milli eininganna og frekari styrkingu á vinnu með samstarfsaðilum.
 
Horfur í rekstri eru ágætar þrátt fyrir einhver merki þess að markaður upplýsingtækni hafi aðeins gefið eftir í upphafi sumars. Við erum í innleiðingarfasa á þeirri stefnumótun sem við fórum í á síðasta ári og höfum úr töluverðu að vinna, sem mun styrkja fyrirtækið enn frekar til sóknar - til hagsbóta fyrir viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa. Til skemmri tíma erum við að horfa á þau tækifæri sem umbreyting Rekstrarþjónustu félagsins hefur skapað. Að ná fram aukinni vöruvæðingu, svo við eigum auðveldara með að viðhalda gæðum í þjónustu, lægra verði, skapa sterkari umgjörð í kringum viðskiptalegan þátt hugbúnðargerðar auk þess sem við viljum nýta betur styrk okkar á markaði fyrir notendabúnað. Til lengri tíma vinnum við eftir skýrum framtíðaráherslum og munum nýta það traust sem við höfum til að vera í stöðugri þróun þegar kemur að starfsfólki og tækniumhverfi og þróa þannig vörur sem bæta lífið. Fyrirtækið er rekstrarlega sterkt og hefur góða stjórn á þeim fjárfestingum sem félagið getur dregið úr verði breyting á hagfelldu umhverfi upplýsingatækni.“