03:55:59 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Prenumeration

Kalender

2024-10-30 Kvartalsrapport 2024-Q3
2024-07-25 Kvartalsrapport 2024-Q2
2024-04-30 Kvartalsrapport 2024-Q1
2024-03-14 Ordinarie utdelning ARION 9.00 ISK
2024-03-14 Ordinarie utdelning ARION SDB 0.69 ISK
2024-03-13 Årsstämma 2024
2024-02-07 Bokslutskommuniké 2023
2023-10-26 Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-07-26 Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-04 Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-16 Ordinarie utdelning ARION 8.50 ISK
2023-03-16 Ordinarie utdelning ARION SDB 0.63 ISK
2023-03-15 Årsstämma 2023
2023-02-08 Bokslutskommuniké 2022
2022-10-26 Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-07-27 Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-05-04 Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-17 Ordinarie utdelning ARION SDB 1.09 ISK
2022-03-17 Ordinarie utdelning ARION 15.00 ISK
2022-03-16 Årsstämma 2022
2022-02-09 Bokslutskommuniké 2021
2021-10-27 Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-07-28 Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-05-05 Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-03-17 Ordinarie utdelning ARION SDB 0.12 ISK
2021-03-17 Ordinarie utdelning ARION 1.74 ISK
2021-03-16 Årsstämma 2021
2021-02-10 Bokslutskommuniké 2020
2020-10-28 Kvartalsrapport 2020-Q3
2020-07-29 Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-05-15 Ordinarie utdelning ARION SDB 0.00 ISK
2020-05-15 Ordinarie utdelning ARION 0.00 ISK
2020-05-14 Årsstämma 2020
2020-05-06 Kvartalsrapport 2020-Q1
2020-02-12 Bokslutskommuniké 2019
2019-10-30 Kvartalsrapport 2019-Q3
2019-08-09 Årsstämma 2019
2019-08-08 Kvartalsrapport 2019-Q2
2019-05-08 Kvartalsrapport 2019-Q1
2019-03-21 Ordinarie utdelning ARION 5.00 ISK
2019-03-21 Ordinarie utdelning ARION SDB 0.39 ISK
2019-02-13 Bokslutskommuniké 2018
2018-10-31 Kvartalsrapport 2018-Q3
2018-08-01 Kvartalsrapport 2018-Q2

Beskrivning

LandIsland
ListaLarge Cap Stockholm
SektorFinans
IndustriBank
Arion Bank bedriver bankverksamhet. Banken erbjuder finansiella tjänster inriktade mot lån, sparande och pension. Olika tjänster inkluderart traditionell kapitalförvaltning, lånefinansiering, samt fakturerings – och valutatjänster. En stor del av tjänsterna nås via internetbanken, där kunderna återfinns både bland privat- och företagskunder på den isländska marknaden. Huvudkontoret ligger i Reykjavik.
2022-05-04 18:27:00
  • Hagnaður Arion banka á 1F 2022 var 5.818 milljónir króna, samanborið við 6.039 milljónir króna á 1F 2021
  • Arðsemi eiginfjár á fjórðungnum var 12,7% samanborið við 12,5% á 1F 2021
  • Hreinn vaxtamunur var 3,1%, samanborið við 2,7% á 1F 2021
  • Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 15,9% samanborið við 1F 2021
  • Kostnaðarhlutfallið á fjórðungnum var 42,7% samanborið við 46,2% á 1F 2021
  • Arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans námu 26,8 milljörðum króna
  • Eiginfjárhlutfall bankans var 22,9% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 19,1% þann 31. mars 2022
  • Samningur um sölu á Valitor framlengdur til 1. júní 2022. Vegna þeirra tafa sem orðið hafa á lúkningu viðskiptanna hefur Rapyd greitt Arion banka 10 milljónir Bandaríkjadala í viðbótargreiðslu, sem færð verður til tekna við samningslok

Hagnaður Arion banka nam 5.818 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi og arðsemi eiginfjár var 12,7%.

Heildareignir námu 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. Lán til viðskiptavina jukust um 4,3% frá áramótum. Hækkunin er aðallega í lánum til fyrirtækja sem hækkuðu um 8% frá árslokum 2021. Heildar eigið fé nam 173 milljörðum króna í lok mars. Eigið fé lækkaði vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 26,8 milljarðar króna, en afkoma tímabilsins kemur til hækkunar á eigin fé.

Eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) var 22,9% í lok mars og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 19,1%. Hlutföllin taka tillit til óendurskoðaðs hagnaðar tímabilsins að teknu tilliti til væntrar arðgreiðslu, sem nemur 50% af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 22,5% í lok mars og hlutfall eiginfjárþáttar 1 18,8%. Eiginfjárhlutfall og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 eru vel umfram kröfur sem settar eru fram í lögum og af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka
„Afkoma Arion banka á fyrsta ársfjórðungi er góð og í takti við okkar fjárhagslegu markmið. Góður vöxtur var í tekjum bankans af kjarnastarfsemi, ekki síst vaxtatekjum sem aukast um 9% frá síðasta ársfjórðungi. Við finnum vel að það er góður gangur í íslensku efnahagslífi og eru fjölmörg spennandi verkefni í pípunum. Útlánavöxtur var umtalsverður á fjórðungnum og þá sérstaklega þegar kemur að lánum til fyrirtækja. Við höldum ótrauð áfram á þeirri braut að styrkja okkur sem millilið á markaði. Á síðustu tveimur árum hefur Arion banki veitt um 36 milljörðum króna í lán til fyrirtækja sem síðar hafa verið seld til stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóða. Slíkt gefur okkur aukið svigrúm til frekari lánveitinga til fyrirtækja og eykur fjölbreytileika í eignasafni lífeyrissjóða. Það hefur einnig verið ánægjulegt að sjá umsvif bankans á Norðurslóðum aukast verulega á milli ára, eða um 87%. Við ætlum að auka þessi umsvif enn frekar og leggjum sérstaka áherslu á atvinnugreinar þar sem við höfum á undanförnum árum byggt upp góða þekkingu á og reynslu af.

Við sjáum góðan vöxt í iðgjöldum hjá Verði en afkoma félagsins ber þess merki að veturinn var þungur hvað veðurfar varðar sem leiddi til aukningar í fjölda tjóna. Samstarf Arion banka og Varðar er alltaf að aukast. Markmið okkar er að sækja fram af krafti á tryggingamarkaði og efla þjónustu við viðskiptavini okkar. Arion appið er í dag ein öflugasta þjónustuleið landsins og fyrir viðskiptavini beggja félaga felst í því mikið hagræði að hafa á einum stað upplýsingar um reikninga, sparnað, lán, lífeyrismál og tryggingar og geta sinnt þessu öllu í appinu á einfaldan og þægilegan hátt.

Aðalfundur Arion banka, sem haldinn var í mars síðastliðnum, samþykkti arðgreiðslu að fjárhæð 22,5 milljarðar króna. Að auki keypti bankinn eigin bréf fyrir um 4,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Að teknu tilliti til þessa er hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 í lok ársfjórðungsins 19,1% en markmið okkar er en að það verði um 17%. Bankinn er nú sem fyrr afar vel fjármagnaður og með sterka lausa- og eiginfjárstöðu. Við erum í kjörstöðu til að styðja áfram vel við okkar viðskiptavini og íslenskt efnahagslíf.“

Fundur / vefstreymi fyrir markaðsaðila 5. maí klukkan 8:30
Fundur / vefstreymi fyrir markaðsaðila verður fimmtudaginn 5. maí klukkan 8:30 í Borgartúni 19 þar sem Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka og Ólafur Hrafn Höskuldsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs munu kynna afkomu bankans og Erna Björg Sverrisdóttir aðalhagfræðingur Arion banka mun fara yfir stöðu efnahagslífsins. Fundurinn fer fram á ensku.

Hægt verður að nálgast streymið beint á financialhearings.com og á fjárfestatengslavef bankans.

Þátttakendur geta spurt spurninga á meðan fundi stendur í gegnum spjallþráð sem birtist fyrir neðan vefstreymið. Spurningum verður svarað að loknum kynningum.

Fjárhagsdagatal
Fjárhagsdagatal Arion banka er aðgengilegt á heimasíðu bankans.